Icelandair, Marel, Vodafone og Össur birtu öll árshlutauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung eftir lokun markaða í gær. Nokkrar breytingar hafa orðið á gengi hlutabréfa í félögunum það sem af er degi. Þrjú hafa hækkað í verði en eitt lækkað.

Vodafone hefur hækkað mest, eða um 2,36% í 34 milljóna króna veltu. Icelandair hefur hækkað um 1,87% í 577 milljóna króna veltu og Marel hefur hækkað um 2,05% í 344 milljóna króna veltu.

Gengi hlutabréfa í Össuri hefur hins vegar lækkað í verði um 3,89%, en þó í lítilli veltu sem nemur 18 milljónum króna.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,07% það sem af er degi og stendur hún eins og er í 1.382 stigum.