Bréf Icelandair hafa hækkað um 3,07% það sem af er viðskiptadegi, í 132 milljóna króna viðskiptum og hefur gengið farið yfir 8 krónu múrinn á ný, en lokagengið fór rétt yfir hann á fimmtudaginn var, þegar það nam 8,01 krónu.

Hefur gengið nú ekki verið hærra síðan 9. ágúst síðastliðinn ef miðað er við lokagengi bréfanna, en þá var það var 8,17 krónur. Hækkun bréfanna síðan það fór lægst, í 5,5 krónur þann 21. október síðastliðinn þangað til nú numar nærri helmingi, eða 46,5%.

Mögulega má rekja hækkunina til frétta í morgun af því að forsvarsmenn flugfélagsins Play, sem er í startholunum, hafi hækkað mögulegan eignarhlut fjárfesta í félaginu í 70% á móti sjálfum sér , sem og að starfsmenn sem hafi þegar hafið störf hafi ekki fengið greitt laun nú um mánaðarmótin .