Kanadíska fjármálafyrirtækið TD Securities segir gengi íslensku krónunnar vera of veikt.

Í frétt Dow Jones kemur fram að TD Securities segir snögga breytingu viðskiptajöfnuðar Íslands úr mínus í plús af hinu góða fyrir hagkerfi landsins til lengri tíma litið. Þrír þættir valdi þessari breytingu; gengisfall íslensku krónunnar sem auki eftirspurn eftir útflutningsvörum, hátt heimsmarkaðsverð á áli og aukin álframleiðsla á Íslandi og samdráttur í einkaneyslu þegar hagvöxtur minnkar.

Hins vegar er bættur viðskiptajöfnuður ólíklegur til að endurheimta traust manna á íslensku viðskiptalífi, að sögn TD Securities.