Gengi hlutabréfa á kínverskum markaði hækkaði í viðskiptum dagsins og hefur ekki verið hærra í sjö ár, samkvæmt frétt BBC News .

Þannig hækkaði gengi Shanghai Composite vísitölunnar um 1,26% og fór yfir 5.000 stig í fyrsta skipti frá árinu 2008. Hins vegar lækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 1,06% og stendur nú í 27.260 stigum.

Í Japan lokaði Nikkei vísitalan 0,13% lægri en við upphaf viðskipta og stendur hún í 20.460 stigum.