Gengi krónunnar hefur gefið verulega eftir síðustu tvo daga og framhald hefur orðið á þeirri þróun í dag, segir greiningardeild Glitnis.

?Gengi krónunnar hefur lækkað um alls 3,9% þegar þetta er skrifað frá því í lok síðustu viku. Umtalsverð velta var á millibankamarkaði síðustu tvo daga en í gær nam veltan rúmlega 31 milljörðum króna og 24 milljörðum króna daginn áður. Mikil velta á millibankamarkaði á sér oft stað samhliða miklu flökti í gengi krónunnar og sambandið er í báðar áttir,? segir greiningardeildin.

?Mikið hefur dregið úr gengisflökti frá því á fyrri hluta ársins og hið sama má segja um veltu á millibankamarkaði. Hins vegar hefur gengisflöktið nú vaxið á ný sem og veltan á millibankanum með gjaldeyri. Hæpið virðist þó að flöktið eða veltan nái sömu hæðum og á fyrri hluta ársins. Sennilega er nú aðeins um að ræða nokkra hliðrun á því bili sem gengið sveiflast innan til skemmri tíma,? segir greiningardeildin.