Gengi krónunnar veiktist um 1,3% í dag og stóð vísitalan í 127 stigum við lokun markaða, að sögn greiningardeildar Kaupþings banka sem segir það furðulegt í ljósi 75 punkta stýrivaxtahækkunar Seðlabankans, ?þar sem hærri vextir leiða að öðru óbreytt til styrkingar gjaldmiðils."

Að auki lækkaði ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa um 4-12 punkta í dag og voru viðskipti með þau mikil, að sögn greiningardeildarinnar.

?Líklega má rekja veikingu krónunnar og lækkun verðtryggðu kröfunnar til þess að fjárfestar sjá fyrir endann á stýrivaxtahækkunarferlinu sem er í takt við almennar væntingar á markaði," segir greiningardeildin.