Það kveður við nokkuð ramman tón í rökum fyrir vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans. Þar segir m.a. að hagvöxtur sé undir væntingum, vinnustundur aukist minna en búist var við og að lakaði viðskiptakjör undanfarið dregið úr afgangi vöru- og þjónustujafnaðar á sama tíma. Því til viðbótar segir Peningastefnunefndin að þungi gjaldeyrissöfnunar vegna afborgana af erlendum lánum hefur verið mikill og gengi krónunnar því veikst.

Gengi krónunnar gæti veikst meira

Peningastefnunefndin segir þessa þróun valda því að töluverð óvissa sé um gengi krónunnar á næstunni og kunna svo að fara að sjálfuppfylltar væntingar um lækkun gengis veiki það enn frekar. Seðlabankinn hafi í ljósi þessa ákveðið að hætta um hríð kaupum gjaldeyris og styðja við gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

Peningastefnunefndin segir nauðsynlegt að láta slakann hverfa úr þjóðarbúskapnum. Hvort það verði gert með hærri stýrivöxtum eður ei ráðist af gengisþróun og launaákvörðunum á næstu mánuðum.

Peningastefndin segir orðrétt:

„Laust taumhald peningastefnunnar á undanförnum misserum hefur stutt við efnahagsbatann. Hækkun vaxta undanfarið 1½ ár og hjöðnun verðbólgu hafa dregið umtalsvert úr slaka peningastefnunnar. Eftir því sem slakinn hverfur úr þjóðarbúskapnum er nauðsynlegt að slaki peningastefnunnar hverfi einnig. Að hve miklu leyti aðlögunin á sér stað með hærri nafnvöxtum Seðlabankans fer eftir framvindu verðbólgunnar, sem ræðst að miklu leyti af þróun gengis krónunnar og launaákvörðunum á komandi misserum.“