Gengisvísitala krónunnar fór yfir 220 stiga múrinn klukkan rétt rúmlega þrjú í dag. Gengi krónunnar hefur ekki verið veikara síðan snemma í ágúst í fyrra þegar það var að koma niður úr snarpri gengisveikingu sem staðið hafði yfir frá því seint í apríl.

Hæst fór gengisvísitalan í tæp 223 stig í júlí í fyrra. Vísitalan hefur ekki farið undir 200 stigin síðan seint í mars árið 2009.

Gengi krónunna hefur veikst um 1,25% frá áramótum, þar af um 0,31% í dag.