Gengi krónunnar hélt áfram að hækka í dag. Gengisvísitalan byrjaði í 113,40 og endaði í 112,60 og hækkaði því gengi krónunnar um 0,71%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08% í dag en markaðsaðilar höfðu búist við lækkun um allt að 0,3%.

Gengi USD hefur lækkað frá því að tölur um vöruskipti í Bandaríkjunum voru birtar í gær. Hallinn á vöruskiptum í nóvember var mun meiri en búist var við eða 60,3 milljarðar USD en búist var við 53 milljörðum USD.
Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 6,8 milljarðar.

EURUSD 1,3210
USDJPY 102,30
GBPUSD 1,8820
USDISK 62,30
EURISK 82,30
GBPISK 117,25
JPYISK 0,6090
Brent olía 45,00
Nasdaq -0,25%
S&P -0,20%
Dow Jones -0,30%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.