Gengi krónunnar hækkaði í dag um 0,05%. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 109,20 til 109,75.
Evrópski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í 2% í dag eins og búist var við. Á morgun verða birtar vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum. Búist er við að atvinnuleysi hafi mælst 5,2% í febrúar og að nýjum störfum hafi fjölgað um 225þús.
Gengisvísitalan byrjaði í 109,35 og endaði í 109,30. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag voru 5,9 milljarðar.