Gengi krónunnar hækkaði í dag um 0,09%. Gengisvísitala krónunnar sveiflaðist á bilinu 115,30 til 115,90 í meðalviðskiptum. Gengi dollara hækkaði nokkuð í dag í kjölfar frétta af viðskiptahalla í Bandaríkjunum. Viðskiptahalli mældist 164,7 milljarðar USD á þriðja ársfjórðungi en búist var við 171 milljarða halla. Tölurnar komu ekki síður á óvart í ljósi þess að vöruskipti í október voru mun óhagstæðari en búist var við. Einnig hefur dregið verulega úr fjárfestingum erlendra aðila í Bandaríkjunum í haust. Lítið er um birtingu hagvísa á morgun.

Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 115,45 og endaði í 115,35. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 4 milljarðar ISK.

EURUSD 1,3300
USDJPY 104,30
GBPUSD 1,9350
USDISK 63,40
EURISK 84,35
GBPISK 122,75
JPYISK 0,6080
Brent olía 41,60
Nasdaq -0,05%
S&P -0,05%
Dow Jones 0,05%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.