Gengi krónunnar hækkaði lítilega í dag, eða um 0,04%. Tölur um vöruskipti við útlönd í ágústmánuði sem beðið var eftir voru alveg í takt við væntingar, eða óhagstæð um 6,7 milljarða króna. Höfðu þær því lítil áhrif á markaðinn í dag. Breska pundið veiktist í dag þar sem slæmar hagtölur hafa dregið úr væntingum markaðarins um vaxtahækkun á fundi Seðlabankans í nóvember næstkomandi.

Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 121,95 og endaði í 121,90. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 3800 milljónir ISK.


EUR/USD 1,2311
USDJPY 110,89
GBPUSD 1,798
USDISK 71,21
EURISK 87,69
GBPISK 128,06
JPYISK 0,6421
Brent olía 46,81
Nasdaq 0,94%
S&P -0,04%
Dow Jones -0,03%