Gengi krónunnar hækkaði um 0,04% í dag í litlum viðskiptum. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 111,60 til 111,85. Gengi USD hækkaði í kjölfar birtingar væntingavísitölu. Almennt var búist við lækkun vísitölunnar en hún hækkaði úr 102,3 í 103,4. Kanadíski seðlabankinn hélt vöxtum óbreyttum í 2,5% í dag eins og búist var við. Gengi kanadíska dollarans lækkaði í dag en seðlabankinn sagði gengishækkun CAD síðustu misseri hafa haft neikvæð áhrif á útflutning.

Gengisvísitalan byrjaði í 111,80 stigum og endaði í 111,75. Velta var á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag eða 2,3 milljarðar.


EURUSD 1,2960
USDJPY 104,10
GBPUSD 1,8660
USDISK 62,80
EURISK 81,40
GBPISK 117,15
JPYISK 0,6030
Brent olía 45,90
Nasdaq 1,40%
S&P 0,90%
Dow Jones 1,20%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.