Gengi krónunnar hækkaði um 0,08% í dag og sveiflaðist gengisvísitala krónunnar á bilinu 121,55 til 121,85. Í frétt frá Íslandsbanka er bent á að vaxtaákvörðun er í Bandaríkjunum í kvöld kl. 18:15 og er búist við 25 punkta hækkun og stýrivextir fari í 1,75%. Það sem einkum er beðið eftir er hvort vænta megi annarrar vaxtahækkunar 10 nóvember nk. Gengi USD lækkaði í dag m.a. vegna væntinga um óbreytta vexti á fundinum í nóvember.


EUR/USD 1,2260
USDJPY 109,90
GBPUSD 1,7945
USDISK 71,20
EURISK 87,35
GBPISK 127,80
JPYISK 0,6480
Brent olía 44,20
Nasdaq 0,30%
S&P 0,25%
Dow Jones 0,10%

Gengisvísitala krónunnar lækkaði úr 121,65 í 121,55