*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 15. nóvember 2004 17:24

Gengi krónunnar hækkaði um 0,17% í dag

Ritstjórn

Gengi krónunnar hækkaði um 0,17% í dag í töluverðum viðskiptum. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 119,05 til 119,70. Gengi dollara fór niður fyirr 67 krónur í dag fyrsta skipti á árinu. Gengi USD var síðast jafn lágt gagnvart krónu í október 1998. Hæst fór dollari í rúmar 110 krónur í nóvember 2001. Lítið var um birtingu hagvísa í dag. Verðbólgutölur eru áberandi í vikunni frá Bretlandi, Bandríkjunum og Evrusvæðinu.
Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,70 og endaði í 119,50. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 6,9 milljarðar ISK.

EURUSD 1,2940
USDJPY 105,50
GBPUSD 1,8495
USDISK 67,15
EURISK 86,80
GBPISK 124,15
JPYISK 0,6365
Brent olía 39,40
Nasdaq -0,05%
S&P -0,25%
Dow Jones -0,05%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.