Gengi krónunnar hækkaði um 0,31% í dag í líflegum viðskiptum. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 111,30 til 111,85. Eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum (Durable goods) í Bandaríkjunum jókst um 0,6% í desember og var það í takt við væntingar. 325 þúsund skráðu sig atvinnulausa í síðustu viku í Bandaríkjunum eins og búist var við. Gengi dollara sveiflaðist lítið í dag.

Á morgun verða birtar tölur af landsframleiðslu í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi 2004. Pundið hækkaði í dag einkum vegna hækkunar húsnæðisverðs í janúar. Evran náði lægsta gildi sínu gagnvart krónu í tæp fjögur ár. Gengi evrunnar hefur lækkað úr 88 krónum í rúma 81 krónu frá því í byrjun nóvember eða um 8%.

Gengisvísitalan byrjaði í 111,70 stigum og endaði í 111,35. Velta var á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag eða 10 milljarðar.


EURUSD 1,3030
USDJPY 103,30
GBPUSD 1,8860
USDISK 62,20
EURISK 81,10
GBPISK 117,40
JPYISK 0,6025
Brent olía 45,90
Nasdaq 0,05%
S&P 0,15%
Dow Jones -0,15%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.