Gengi krónunnar hækkaði um 0,32% í dag og lækkaði gengisvísitala krónunnar úr 122,40 í 122,00 í nokkuð líflegum viðskiptum. Seðlabankinn mun gefa út ársfjórðungsrit sitt Peningamál eftir lokun markaða á föstudaginn. Búist er við 25 til 50 punkta vaxtahækkun samhliða útgáfunni. Rólegt var á erlendum gjaldeyrismörkuðum og hækkaði USD lítillega gagnvart helstu myntum. Gengi pundsins hækkaði einnig gagnvart helstu myntum eftir að tölur af húsnæðismarkaði voru birtar.

"Frá því í júlíbyrjun hefur gengi punds gagnvart krónur lækkað úr 132,70 í 128,60. Ástæðu þessarar lækkunar má að mestu leyti rekja til talna af breskum húsnæðismarkaði en svo virðist sem vaxtahækkanir breska seðlabankans séu loks að hafa áhrif eftir miklar hækkanir á húsnæðisverði síðustu misserin. Tölurnar í morgun komu því nokkuð á óvart og því hækkaði gengi pundsins," segir greining Íslandsbanka.

EUR/USD 1,2260
USDJPY 110,10
GBPUSD 1,7965
USDISK 71,45
EURISK 87,60
GBPISK 128,35
JPYISK 0,6490
Brent olía 40,50
Nasdaq 1,30%
S&P 0,46%
Dow Jones 0,25%

Gengisvísitala krónunnar lækkaði úr 122,40 í 122,00.