Gengi krónunnar hækkaði um 0,33% í dag. Gengisvísitalan fór lægst í 119,50 en hún byrjaði daginn í 120,10. Góðar tölur komu frá Bandaríkjunum í dag um sköpun nýrra starfa og voru þær miklu betri en markaðsaðilar áttu von á. Þessar góðu tölur náðu hins vegar ekki að styrkja dollarann og endaði hann veikari en hann var fyrir tölurnar. Dollarinn er hefur ekki verið lægri gagnvart krónunni á þessu ári. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 120,10 og endaði í 119,7. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var í hærra lagi 6,4 milljarðar ISK.

EURUSD 1,2935
USDJPY 105,57
GBPUSD 1,8538
USDISK 67,27
EURISK 87,11
GBPISK 124,71
JPYISK 0,6372
Brent olía 44,71
Nasdaq 0,38%
S&P 0,05%
Dow Jones 0,35%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.