Gengi krónunnar hækkaði um 0,9% í dag. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 110,70 og endaði í 109,70 vísitölustigum. Krónan byrjaði í miklum styrkingarfasa en lægst fór gengið innan dagsins í 109,35 en styrkingin í dag er rakin til 50 punkta hækkunar Seðlabanks á stýrivöxtum sem tilkynnt var um eftir lokun markaða á föstudag. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag námu 7,8 milljörðum.


EURUSD 1,3063
USDJPY 105,49
GBPUSD 1,897
USDISK 61,21
EURISK 79,96
GBPISK 116,20
JPYISK 0,5803
Nasdaq -0,13%
S&P 0,07%
Dow Jones 0,29%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka