Gengi krónunnar hefur haldið áfram að hækka í morgun eftir hressilega hækkun í gær. Það sem af er morgni nemur hækkunin tæplega 0,4% en í gær hækkaði gengið um 1,7%. Dollarinn er nú kominn undir 64 krónur í morgun, evran stendur í 78,7 krónum og pundið í 117,2 krónum. Viðskiptin á gjaldeyrismarkaði hafa verið lífleg segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Ástæður þess að krónan hefur verið að hækka er sú að vaxtahækkun sú sem Seðlabankinn tilkynnti um á föstudaginn var umfram það sem reiknað hafði verið með. Einnig gaf bankinn það sterklega til kynna að frekari vaxtahækkanir væru á döfinni.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.