Gengi krónunnar lækkaði í dag um 0,05%. Gengi krónunnar sveiflaðist töluvert í litlum viðskiptum og fór gengisvísitalan hæst í 107,75 en lægst í 106,95.
Viðskiptahalli í Bandaríkjunum mældist mun hærri en búist var við á fjórða ársfjórðungi 2004. Viðskiptahallinn hefur aldrei mælst jafn mikill sem hlutfall af landsframleiðslu og 2004, en hallinn jókst um fjórðung frá árinu 2003. Gengi USD lækkaði töluvert í kjölfar talnanna eftir nokkra gengishækkun í gær vegna aukins fjármagnsflæðis til Bandaríkjanna í janúar.
Gengisvísitalan byrjaði í 107,50 og endaði í 107,10. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri voru 3 milljarðar ISK.