Gengi krónunnar lækkaði í dag um 0,08%. Hæst fór gengisvísitalan í 121,77. Rólegt var á gjaldeyrismarkaði en Hagstofan birtir vöruskipti við útlönd miðvikudaginn 29. sept. Gengi JPY lækkaði í dag gagnvart helstu myntum. Ástæðuna má rekja til hækkandi olíuverðs og óvissu um hvaða afleiðingar hækkunin muni hafa á japanskt efnahagslíf. Gengi JPY gagnvart ISK hefur ekki verið lægra frá því um miðjan ágúst. Á þessu ári hefur gengi JPY gagnvart ISK farið lægst í 0,6315.

Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 121,65 og endaði í 121,75. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 2300 milljónir ISK segir í frétt frá Íslandsbanka.


EUR/USD 1,2305
USDJPY 111,10
GBPUSD 1,8075
USDISK 71,10
EURISK 87,50
GBPISK 128,55
JPYISK 0,6395
Brent olía 47,00
Nasdaq -0,70%
S&P -0,45%
Dow Jones -0,45%