Gengi krónunnar lækkaði í dag um 0,26% í dag. Gengisvísitala krónunnar sveiflaðist á bilinu 114,55 til 115,05. Vöruskipti voru óhagstæð í Bandaríkjunum um 55,46 milljarða USD í október og var það nokkru meira en búist var við. Mestur er hallinn við Kína eða um 16,8 milljarðar USD. Hallinn við Evrópu tæpir 9 milljarðar og Japan tæpir 6 milljarðar USD. Athygli vekur að halli á vöruskiptum við Kína hefur aukist úr 13,7 milljörðum í október 2003 í 16,8 milljarða nú. Gengi dollara hreyfðist lítið við fréttirnar en athyglin beinist fyrst og fremst að vaxtaákvörðun bandaríska seðlabankans í kvöld. Búist við að stýrivextir fari úr 2% í 2,25% en niðurstaðan verður tilkynnt kl. 19:15.

Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 114,55 og endaði í 114,85. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 5,4 milljarðar ISK.

EURUSD 1,3290
USDJPY 105,60
GBPUSD 1,9230
USDISK 63,25
EURISK 84,10
GBPISK 121,70
JPYISK 0,6000
Brent olía 36,90
Nasdaq 0,20%
S&P 0,05%
Dow Jones -0,05%

Byggist á upplýsingum frá Íslandsbanka.