Gengi krónunnar lækkaði um 0,29% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 119,00 til 119,40. Gengi USD sveiflaðist nokkuð í dag og hefur aldrei staðið lægra gagnvart evrunni, en krossinn fór í 1,3075 snemma í morgun. Síðustu klukkustundir hefur gengi USD hins vegar hækkað gagnvart helstu myntum m.a. vegna hagstæðari talna af vinnumarkaði en búist var við. Nýskráningum atvinnulausra Bandaríkjamanna fjölgaði um 334 þús. í síðustu viku en búist var við 337 þús. Tölurnar studdu við USD en einnig var hagnaðartaka áberandi eftir þó nokkra lækkun USD síðustu daga. Lítið er um birtingu hagvísa á morgun.

Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,05 og endaði í 119,40. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 4,2 milljarðar ISK.

EURUSD 1,2990
USDJPY 104,20
GBPUSD 1,8515
USDISK 66,90
EURISK 86,90
GBPISK 123,90
JPYISK 0,6420
Brent olía 40,50
Nasdaq -0,05%
S&P 0,10%
Dow Jones 0,20%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka