Gengi krónunnar lækkaði um 0,36% í dag. Gengisvísitalan byrjaði í 111,60 stigum en endaði í 112 stigum. Lítil velta var á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag eða 2,5 milljarðar.

Bandaríkjadalur hélt áfram að styrkjast á móti evru í dag en frá áramótum hefur gengiskrossinn eur/usd lækkað úr 1,36 í 1,295 en gengi Bandaríkjadals er nú í 2 mánaða hámarki gagnvart evru.

EURUSD 1,2952
USDJPY 103,15
GBPUSD 1,8704
USDISK 62,84
EURISK 81,42
GBPISK 117,55
JPYISK 0,6092
Brent olía 44,54
Nasdaq -0,69%
S&P -0,39%
Dow Jones -0,15%