Gengi krónunnar lækkaði um 0,25% í dag. Gengisvísitalan fór hæst í 121,40 en hún byrjaði daginn í 120,90. Rólegt er á erlendum gjaldeyrismörkuðum. Markaðsaðilar fylgjast með kosningum í Bandríkjunum en gengi USD hefur lækkað síðustu vikur m.a. vegna óvissu tengda framkvæmd kosninganna. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 120,90 og endaði í 121,20. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var í meðallagi eða um 4,3 milljarðar ISK.

EURUSD 1,2700
USDJPY 106,30
GBPUSD 1,8370
USDISK 69,10
EURISK 87,80
GBPISK 126,95
JPYISK 0,6500
Brent olía 46,10
Nasdaq 0,985%
S&P 0,70%
Dow Jones 0,65%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.