Gengi krónunnar lækkaði um 0,62% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 120,80 til 121,55 í miklum viðskiptum. Nokkuð miklar sveiflur hafa einkennt gjaldeyrismarkaðinn í vikunni og hefur gengi krónunnar lækkað um 0,91% í vikunni. Í ljósi þess hve gengi krónunnar hefur sveiflast lítið síðustu vikur koma hreyfingar síðustu daga nokkuð á óvart. Gengi krónunnar er nú svipað og það var 12. okt. sl. Gengisvísitala ISK byrjaði daginn í 120,80 og endaði í 121,50 Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 7200 milljónir ISK.

EURUSD 1,2755
USDJPY 106,60
GBPUSD 1,8370
USDISK 69,05
EURISK 88,10
GBPISK 126,80
JPYISK 0,6475
Brent olía 51,30
Nasdaq 0,05%
S&P 0,65%
Dow Jones 0,70%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.