Gengi krónunnar lækkaði um 0,08% í dag. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 120,75 til 121,15. Gengi dollara hélt áfram að lækka og fór niður fyrir 69,50 gagnvart krónu. Tölur síðustu daga frá Bandaríkjunum hafa bent til þess að framleiðslugeirinn eigi í vandræðum þessa mánuðina og einnig hefur dregið úr fjármagnsstreymi til Bandaríkjanna. Lækkandi hlutabréfaverð og hátt olíuverð hafa einnig grafið undan gengi USD.
Gengisvísitala ISK byrjaði daginn í 120,95 og endaði í 121,05 Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 3300 milljónir ISK.

EUR/USD 1,2625
USDJPY 108,20
GBPUSD 1,8185
USDISK 69,35
EURISK 87,60
GBPISK 126,15
JPYISK 0,6405
Brent olía 51,00
Nasdaq 0,05%
S&P -0,40%
Dow Jones -0,55%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka