Gengi krónunnar lækkaði í dag um 0,16% í litlum viðskiptum í dag. Hagstofan birtir vöruskipti við útlönd í ágúst á morgun og er gert ráð fyrir 6 til 8 milljarða halla. Gengi JPY hélt áfram að lækka í dag gagnvart helstu myntum vegna hækkandi olíuverðs. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 121,75 og endaði í 121,95. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 1900 milljónir ISK samkvæmt samantekt Íslandsbanka..

EUR/USD 1,2305
USDJPY 111,50
GBPUSD 1,8100
USDISK 71,20
EURISK 87,65
GBPISK 128,95
JPYISK 0,6390
Brent olía 47,35
Nasdaq 0,30%
S&P 0,35%
Dow Jones 0,55%

Byggt á samantekt Íslandsbanka.