Gengi krónunnar stóð í stað í dag í litlum viðskiptum. Gengisvísitalan fór lægst í 120,85 og því afar rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri. Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 0,2% í september eins og búist var við.
Stýrivextir í Kanada voru hækkaðir um 25 punkta í 2,5% í dag. Hækkunin hafði lítil áhrif á mörkuðum enda í takt við væntingar. Búast má við annarri vaxtahækkun í desember. Lítið er um birtingu hagvísa á morgun.

Gengisvísitala ISK byrjaði daginn í 120,95 og endaði á sama stað. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 710 milljónir ISK.

EUR/USD 1,2515
USDJPY 108,30
GBPUSD 1,8040
USDISK 69,80
EURISK 87,35
GBPISK 125,90
JPYISK 0,6440
Brent olía 48,75
Nasdaq 0,35%
S&P -0,25%
Dow Jones 0,15%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.