Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,2% í vikunni gagnvart meðaltali helstu viðskiptamynta. Dollarinn er nú kominn niður í 119,5 krónur og hefur hann ekki verið ódýrari síðan um miðjan ágúst, samkvæmt Greining Íslandsbanka . Fram kemur í Morgunkorni Greiningar að krónan hafi styrkst öllu minna minna gagnvart evru enda hafi hún verið að sækja í sig veðrðið gagnvart dollaranum.

Greining Íslandsbanka segir gengishækkun krónunnar undanfarið líklega mega rekja til hefðbundins gjaldeyrisinnflæðis um mánaðamót þar sem útflutningsfyrirtæki eru að skipta skipta gjaldeyristekjum fyrir krónur til að eiga fyrir innlendum kostnaði. Styrktist krónan þannig einnig fyrir síðustu mánaðamót.

Í Morgunkorninu segir að ástæða aukins stöðugleika krónunnar síðustu mánuði mega væntanlega rekja að stórum hluta til þess að minna hefur verið undanfarið um afborganir erlendra skulda innlendra aðila en var í fyrra auk þess sem minna hefur verið um sjóðasöfnun slíkra aðila í erlendri mynt.