Gengi krónunnar sveiflaðist mikið í dag og lækkaði um 0,79% í miklum viðskiptum. Gengisvísitalan sveiflaðist á bilinu 113,50 til 114,60.
Vöxtum var haldið óbreyttum í Bretlandi í dag eins og búist var við. Rólegt var á erlendum gjaldeyrismörkuðum en gengi USD hefur hækkað síðustu daga gagnvart helstu myntum. Gengishækkunina má rekja til hagnaðartöku eftir mikla lækkuna USD síðustu mánuði. Einnig er útlit fyrir að vextir hækki meira í Bandaríkjunum en víðast hvar annars staðar og hefur það stutt við gengi USD síðustu daga.

Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 113,50 og endaði í 114,40. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 10,3 milljarðar ISK.

EURUSD 1,3275
USDJPY 104,90
GBPUSD 1,9190
USDISK 63,10
EURISK 83,70
GBPISK 121,05
JPYISK 0,6015
Brent olía 38,60
Nasdaq -1,1%
S&P -0,60%
Dow Jones -0,55%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka