Gengi hlutabréfa Marel féll um 5,26% við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Tæplega 336 milljóna króna velta er á bak við viðskiptin.

Fram kom í uppgjöri Marel sem birt var í gær að félagið hagnaðist um 35,6 milljónir evra á síðasta ári. Það er 1,1 milljón minna en árið á undan. Tekjur námu 714 milljónum evra sem var 6,8% aukning á milli ára. Þá kemur fram í uppgjörinu að tekjurnar séu undir langtímamarkmiðum.

Gengisfall bréfa Marel hefur dregið Úrvalsvísitöluna niður um 1,92%. Hún stendur nú í rúmum 1.164 stigum.

Þetta eru mestu gengissveiflurnar í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa Eimskips hefur lækkað um 0,39% en gengi bréfa Haga hækkað um 0,3% og Icelandair Group um 0,2%.