Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 2,23% í Kauphöllinni í dag. Fremur lítil viðskipti voru á bak við gengishækkunina eða rúmar 72 milljónir króna. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,93%, Haga um 0,86% og Vodafone um 0,53%.

Hins vegar lækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 1,52% og tryggingafélagsins VÍS um 0,3%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,89% og endaði hún í 1.136,85 stigum. Heildarviðskipti á aðalmarkaði með hlutabréf nam rúmum 627 milljónum króna.