Gengi Microsoft lækkaði í dag á Wall Street þegar Goldman Sachs breytti greiningu sinni á tölvurisanum vegna ótta um að sala á tölvum til einstaklinga aukist lítið og aukinni samkeppni frá framleiðendum sem ekki nota Windows stýrikerfið. Breyttist einkunn bankans frá ráðleggingu um að kaupa í hlutlaus. Við það lækkaði gengið um rúmlega 2%.

Þessi lækkun á einkunn Goldman Sachs kemur sér afar illa fyrir Microsoft sem venjulega nýtur þess að sérfræðingar ráðleggji fjárfestum að kaupa í fyrirtækinu.