*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 5. febrúar 2019 12:28

Gengi móðurfélags Google lækkar

Tekjur móðurfélags Google, Alphabet, jukust þó nokkuð á síðasta ársfjórðungi en kostnaður jókst að sama skapi umtalsvert.

Ritstjórn

Tekjur móðurfélags Google, Alphabet, jukust þó nokkuð á síðasta ársfjórðungi en kostnaður jókst að sama skapi umtalsvert. Hægari tekjuvöxtur en reiknað var með og samdráttur í framlegð urðu til þess að gengi bréfa félagsins féll um rúmlega 3% í viðskiptum gærdagsins. Framlegð fjórða ársfjórðungs féll niður í 21% en hún hafði numið 24% ári áður. WSJ greinir frá þessu. 

Alphabet teygir anga sína víða innan tæknigeirans, má þar helst nefna leitarvélina Google,  Youtube og Waymo, fyrirtæki sem vinnur að þróun sjálfkeyrandi bíla. Miklum fjármunum var eytt í rannsóknir og þróun innan þessara fyrirtækja, eða samtals 6 milljörðum dollara og jókst hann um 40% frá fyrra ári.

Hagnaður fjórðungsins nam 9 milljörðum dollara. Tekjur fjórðungsins námu 39,3 milljörðum dollara en alls námu tekjurnar 136,8 milljörðum dollara fyrir síðasta ár í heild. Tekjurnar jukust umtalsvert frá sama ársfjórðungi árið áður, en þá námu tekjurnar 32,3 milljörðum og heildarárstekjur það árið námu 110 milljörðum. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is