Mikil velta var með hlutabréf í bresku leðurvöruverslunarkeðjunni Mulberry í gær og talið er að 1,4 milljónir hlut hafi skipt um hendur í gegnum verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbanka Íslands.

Gengi bréfanna hækkaði um 47 pens í 230 pens í gær og er vangaveltur um að Kevin Stanford, eða jafnvel Baugur, hafi verið að kaupa í Mulberry.

Kevin Stanford, stofnandi Karen Millen-verslunarkeðjunnar, er annar stærsti hluthafinn í Mulberry með 25% hlut. Stanford er einn af helstu samstarfsaðilum Baugs í Bretlandi.