Gengi hlutabréfa í N1 hefur hækkað duglega í dag eða um 3,48% í 248 milljóna króna veltu það sem af er degi. Þá hefur gengi hlutabréfa Icelandair einnig nokkuð í dag, eða um 1,9% í 446 milljóna króna veltu, en félagið birti árshlutauppgjör í fyrradag.

Hlutabréf í N1 hafa hækkað gífurlega í verði síðasta árið, en fyrir réttu ári síðan kostaði hluturinn 15,9 krónur. Nú kostar hluturinn hins vegar 41,6 krónur. Þó skal hins vegar tekið fram að félagið lækkaði hlutafé umtalsvert á tímabilinu, en auk þess er ekki gert ráð fyrir útgreiðslu arðs á tímabilinu.

Gengi hlutabréfa Icelandair heldur áfram að hækka, en virði bréfanna jókst um 2,15% í gær. Uppgjör fyrirtækisins, sem birtist í fyrradag, virðist því hafa verið ofar væntingum markaðsaðila. Fyrirtækið skilaði 22,4 milljóna dala hagnaði á öðrum ársfjórðungi, en fyrirtækið jók jafnframt við EBITDA-spá ársins sem nemur 20 milljónum dala. Gerir fyrirtækið nú ráð fyrir að EBITDA-ársins verði á bilinu 180 til 185 milljónir dala.