Gengi hlutabréfa í finnska farsímarisanum Nokia hrundi í dag í kauphöllinni í Helsinki.  Hlutabréfin lækkuðu um 14,2%.

Nokia tilkynnti í morgun samning við hugbúnaðarrisann Microsoft um þróun snjallsíma. Verða nýir símar frá Nokia með stýrikerfið Windows Phone 7.

Markaðsaðilar skildi þetta svo að Nokia væri í vandræðum og því lækkuðu bréf félagsins.