Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,9% í 3,6 milljarða króna veltu í dag. Mesta veltan var með hlutabréf Marel sem hækkuðu um 1,7% í 881 milljón króna viðskiptum.

Origo hækkaði einnig um 1,2% í 175 milljóna króna veltu í dag en gengi félagsins hefur hækkað um 17% frá lok aprílmánaðar. Hlutabréfaverð Origo hefur tvöfaldast á ársgrunni og hækkað um meira en 160% frá upphafi kórónaveirufaraldursins í fyrra.

Kaldalón, sem er skráð á First North markaðinn, hækkaði um 4,2% við þriggja milljóna króna viðskipti. Fasteignaþróunarfélagið tilkynnti í morgun um fyrirhugaða skráningu á aðalmarkað Kauphallarinnar á næsta ári .

Sýn lækkaði mest allra félaga eða um rúmt eitt prósent. Gengi fjarskiptafélagsins hækkaði þó um meira en 5% á föstudaginn síðasta, sem var fyrsti viðskiptadagurinn eftir birtingu árhlutauppgjörs . Kvika lækkaði næst mest um eða um 0,9% og Icelandair lækkaði um 0,6%. Fráfarandi fjármálastjóri flugfélagsins keypti hlutabréf í Icelandair fyrir ríflega 10 milljónir króna að raunvirði í morgun.