Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 3,88% í Kauphöllinni í dag. Ekki var mikil velta með hlutabréfin eða 96 milljónir króna. Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa Icelandair Group um 1,81%, bréf TM hækkaði um 0,49%, VÍS um 0,47%, Regins um 0,32% og N1 um 0,27%.

Á móti lækkaði gengi bréfa Marel um 0,98%, Vodafone um 0,33% og Eimskips um 0,2%.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,38% og endaði hún í 1.283 stigum. Heildarvelta með hlutabréf nam rúmum 814 milljónum króna. Sem fyrr var mesta veltan með hlutabréf Icelandair Group eða upp á 433 milljónir króna.