Kauphallardagurinn
Kauphallardagurinn
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar féll um 2,11% í Kauphöllinni í dag. Ekki voru mikil viðskipti á bak við lækkunina en velta með bréfin nam sex milljónum króna. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa TM um 1,13%, Vodafone um 0,93% og Marel um 0,9%. Þá lækkaði gengi bréfa VÍS um 0,65%, Regins um 0,60%, Eimskips um 0,41%, Sjóvár um 0,31%, og HB Granda um 0,19%.

Gengi hlutabréfa Haga var það eina sem hækkaði í dag eða um 0,71%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,27% og endaði hún í 1.165 stigum. Heildarvelta með hlutabréf nam 516 milljónum króna. Mesta veltan var með hlutabréf HB Granda eða upp á 138 milljónir króna.