Gengi rússnesku rúblunni styrktist um 1,2% gagnvart dalnum í dag en gengið stendur nú í 55,75 rúblum gagnvart dalnum og hefur ekki mælst sterkara síðan í júlí 2015 þegar það mældist í 55,44 gagnvart dalnum. Jafnframt styrktist rúblan gagnvart evrunni um 0,6% en gengi hennar stendur í 58,49 gagnvart evrunni en það er sterkasta gengi hennar gagnvart evrunni í fimm ár. Reuters greinir frá.

Styrking rúblunnar má rekja til mikils ágóða Rússlands af hrávöruútflutningi og samdrætti í innflutningi ásamt banni stjórnvalda við því að heimilin taki út gjaldeyrissparnað sinn.

Á árlegu efnahagsþingi Rússlands í síðustu viku viðruðu stjórnmálamenn áhyggjur sínar af því að sterkt gengi rúblunnar gæti ýkt þann samdrátt sem að landið stefnir í. Andrei Belousov, fyrsti varaforsætisráðherrann, sagði að rúblan væri ofmetin og að innlend framleiðsla yrði öruggari ef hún félli niður í 70 til 80 gagnvart Bandaríkjadal.