Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti í gærkvöldi úr 10,5% í 17% til þess að sporna gegn frekar lækkun rússneska gjaldmiðilsins.

Fyrir stýrivaxtahækkunina kostaði bandaríkjadollarinn 67 rúblur og hafði ákvörðunin áhrif til lækkunar strax í kjölfarið svo verðið fór niður í 58 dollara. Nú hefur það hins vegar aftur farið upp í 66 dollara og hefur stýrivaxtahækkunin því borið minni árangur en vonast var eftir.

Seðlabanki Rússlands hefur einnig reynt að sporna gegn verðbólgu og lækkun á gengi gjaldmiðilsins með kaupum á rúblum á almennum markaði. Hefur bankinn eytt meira en 70 milljörðum bandaríkjadollara, jafngildi um 8.600 milljarða íslenskra krónu, til þess að styðja við gjaldmiðilinn.