*

mánudagur, 19. apríl 2021
Innlent 19. febrúar 2021 11:51

Gengi Símans hækkar eftir uppgjör

Gengi hlutabréfa Símans hefur hækkað um 4,4% það sem af er degi en félagið birti uppgjör í gær.

Ritstjórn
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Haraldur Guðjónsson

Gengi hlutabréfa Símans hefur hækkað um 4,36% það sem af er degi, en félagið birti uppgjör vegna ársins 2020 í gær þar sem fram kom að tekjur félagsins höfðu aukist milli ára en hagnaður lækkað.

Viðskiptablaðið sagði frá því í gær að búast megi við uppstokkun í stjórn Símans á næsta aðalfundi félagsins í mars, en tilnefningarnefnd leggur til að þrír af fimm stjórnarmönnum hverfi úr stjórn félagsins.

Þá hefur verið lagt til að félagið greiði 500 milljónir króna í arð vegna reksturs síðasta árs.

Mikill gangur hefur verið á hlutabréfagengi Símans en gengi bréfanna hefur hækkað um tæp 73% á einu ári, þar af um rúm 17% frá áramótum.

Stikkorð: Síminn Orri Hauksson