*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 15. mars 2021 17:00

Icelandair lækkar um ríflega 3%

Gengi 15 félaga af þeim 19 sem skráð eru á Aðalmarkað lækkaði í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni.

Ritstjórn

Rauður dagur er að baki í Kauphöll Nasdaq á Íslandi en í viðskiptum dagsins lækkaði gengi 15 félaga af þeim 19 sem skráð eru á Aðalmarkað kauphallarinnar. Heildarvelta viðskipta dagsins nam einungis um 1,7 milljörðum króna og lækkaði gengi OMXI10 úrvalsvísitölunnar um 1.08% og stendur í kjölfarið í 2.823,22 stigum.

Gengi hlutabréfa í  Icelandair lækkaði um 3,26% en heildarvelta viðskipta með bréf flugfélagsins nam 109 milljónum króna. Í dag var arðleysisdagur hjá Sjóvá, sem skýrir lækkun upp á 7,56%. Arðgreiðslan nam 1,99 krónum á hlut, sem þýðir að verð hlutabréfa lækkar um sömu krónutölu. Heildararðgreiðslan nemur 2.650 milljónum króna.

Gengi einungis tveggja félaga, Brim og Origo, hækkaði í viðskiptum dagsins en í báðum tilfellum var um innan við 0,5% hækkun að ræða. 

Stikkorð: Kauphöll Icelandair Sjóvá Nasdaq