Skuldabréf Kaupþings banka hafa lækkað töluvert í verði það sem af er vikunni og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru þau nú að seljast á genginu 22-23, sem er um 10% lægra en gengið hefur verið undanfarna mánuði.

Heimildarmenn Viðskiptablaðsins úr hópi kröfuhafa bankans, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja að mjög lítil velta sé á bak við viðskiptin og ekki sé ljóst hver ástæða lækkunarinnar sé. Þeir hafi vissulega áhyggjur af stöðu nauðasamninga bankanna, en lítið hafi breyst í þeim efnum nýlega. Hugsanlega hafi þó umfjöllun New York Times um stöðu mála hér á landi um síðustu helgi hvekkt einhverja kröfuhafa.