Talið er að áhrif aukinnar þátttöku Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði á gengi íslensku krónunnar hafi verið „töluverð“. Seðlabankinn keypti gjaldeyri fyrir 111,4 milljarða króna á seinasta ári sem jafngildir gjaldeyri fyrir rúman 2,1 milljarð á viku. Þetta hafi haldið merkjanlega aftur af styrkingu á gengi krónunnar.

Þetta segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka. Það sé þó ómögulegt að meta með vissu hver áhrifin hafi nákvæmlega verið og því sé ekki hægt að gefa upp neinar tölur í því samhengi.

Í Peningamálum Seðlabankans er heldur ekki að finna mat á því hver nákvæm áhrif þessa hafi verið, en í nýjustu útgáfu þeirra kemur þó fram að gjaldeyriskaup hafi „lagst gegn óhóflegri hækkun á gengi krónunnar og dregið úr gengissveiflum“.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .