Gengi hlutabréfa Tesla Motors stöðvaði í 229,77 Bandaríkjadölum við lokun markaða í gær. Seinna um kvöldið var svo nýr bíll fyrirtækisins, Model 3, kynntur til leiks, en Viðskiptablaðið fjallaði um það fyrr í dag.

Síðan þá hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins hækkað mjög í viðskiptum utan markaðar, en við skrif þessarar fréttar hefur það hækkað um 8%. Fjárfestar eru vongóðir um að Model 3 gæti opnað á nýja kúnna fyrir Tesla Motors - nánar tiltekið millistéttarfólk sem getur ekki keypt sér 13 milljóna króna bíl.

Ef allt gengur eftir áætlunum Elon Musk gæti Model 3 hæglega snúið rekstri Tesla Motors við, en rúmlega 130 þúsund manns hafa þegar forpantað sér bifreiðina. Frá stofnun fyrirtækisins hafa verið seldir í kringum 100 þúsund bifreiðar allt í allt - bílar á borð við Tesla Model S, Model X og svo Roadster sportbílinn.