Gengi hlutabrtéfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 1,73% í Kauphöllinni í dag. Ekki eru mikil viðskipti á bak við gengislækkunina. Össur er annað tveggja félaga sem verður tekið úr Úrvalsvísitölunni um næstu mánaðamót. Hitt félagið er Reginn. Í staðinn verða hlutabréf VÍS og TM tekin inn í vísitöluna.

Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins um 1,17%. Gengi bréfa Eimskips lækkaði um 0,4% og Marel um 0,37%. Þá lækkaði gengi bréfa Vodafone um 0,18%

Á hinn bóginn hækkaði gengi bréfa Haga um 1,38%, VÍS um 0,60% og TM um 0,38%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,41% og endaði vísitalan í 1.118 stigum.